„Við eigum auðvitað eftir að tala við fleiri flokk og hvað þau hafa að segja. En það voru engin stór mál sem við erum ósammála um,“ segir Smári en flokkurinn boðaði Samfylkinguna, Viðreisn, VG og Bjarta framtíð til viðræðna við sig um mögulegt samstarf að loknum kosningum sem fara fram í október.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur eðlilegt að allir flokkarnir hittist saman og ræði samstarfið, frekar en að Píratar hitti einn flokk í einu. Smári segir að það verði gert á síðari stigum málsins.
„Við erum sammála því en það er kannski eðlilegast að taka stöðuna á flokkunum og koma svo öll saman á síðari stigum.“