Íbúar Mosul óttast ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2016 10:15 Um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og fleiri koma að aðgerðunum. Vísir/AFP Fyrsti dagur orrustunnar um Mosul gekk betur en áætlað var upprunalega. Minnst 20 þorp umhverfis borgina hafa verið frelsuð úr haldi ISIS. Hins vegar vara Bandaríkjamenn við því að orrustan muni vera löng og erfið. Um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og fleiri koma að aðgerðunum og þar að auki eru um fimm þúsund hermenn frá Bandaríkjunum auk hermanna frá Frakklandi, Bretland og Kanada sveitum Íraks til stuðnings. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna áætla að um þrjú til fimm þúsund vígamenn ISIS haldi borginni. Þeir hafa kveikt elda í olíulindum umhverfis borgina til að draga úr nákvæmni og tíðni loftárása. Herinn og bandamenn þeirra sækja að Mosul úr suðri, en Kúrdar sækja að borginni úr norðri. Peshmerga sveitir þeirra hafa náð umtalsverðum hluta þjóðvegarins á milli Mosul og Erbil, höfuðborgar sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak.Orrustan um Mosul.Vísir/GraphicNewsÍbúar óttaslegnir Búið er að opna símakerfi borgarinnar aftur og geta íbúar Mosul nú verið í sambandi við umheiminn. Írakski herinn hefur sagt að íbúar hafi veitt þeim upplýsingar um staðsetningu vígamanna og fleira. Íbúar eru þó óttaslegnir vegna orrustunnar. Þeir óttast hvernig vígamennirnir munu koma fram við þau og að verða fyrir loftárás. Þá óttast þau hvernig komið verði fram við þau þegar herinn og bandamenn þeirra sækja inn í Mosul. Íbúar Mosul eru að miklum meirihluta súnnítar og óttast þeir að sjítar í hernum og vopnuðum sveitum sem aðstoða herinn muni beita þau ofbeldi, pynta eða myrða þau.Amnesty International hefur skorað á yfirvöld í Bagdad að halda vopnuðum sveitum sjíta fyrir utan borgina. Umræddar sveitir nefnast Popular Mobilization Forces eða PMF og segja mannréttindasamtökin að ríkisstjórn Írak, sem er leidd af sjítum, beri ábyrgð á framferði sveitanna.Iraq forces advance on IS stronghold of Mosul https://t.co/sI8HqhfyzZ pic.twitter.com/y0f8B2J7KA— AFP news agency (@AFP) October 18, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ætla að hrekja Íslamska ríkið frá Mosúl Hjálparsamtök óttast að flóttafólk frá Mosúl muni skipta hundruðum þúsunda. Hernaðurinn stefni meira en milljón manns í hættu. 18. október 2016 06:45 Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Um 30 þúsund hermenn úr röðum íraskra öryggissveita, hersveita Kúrda og súnnía hófu sókn sína að Mosul snemma í morgun. 17. október 2016 23:23 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira
Fyrsti dagur orrustunnar um Mosul gekk betur en áætlað var upprunalega. Minnst 20 þorp umhverfis borgina hafa verið frelsuð úr haldi ISIS. Hins vegar vara Bandaríkjamenn við því að orrustan muni vera löng og erfið. Um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og fleiri koma að aðgerðunum og þar að auki eru um fimm þúsund hermenn frá Bandaríkjunum auk hermanna frá Frakklandi, Bretland og Kanada sveitum Íraks til stuðnings. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna áætla að um þrjú til fimm þúsund vígamenn ISIS haldi borginni. Þeir hafa kveikt elda í olíulindum umhverfis borgina til að draga úr nákvæmni og tíðni loftárása. Herinn og bandamenn þeirra sækja að Mosul úr suðri, en Kúrdar sækja að borginni úr norðri. Peshmerga sveitir þeirra hafa náð umtalsverðum hluta þjóðvegarins á milli Mosul og Erbil, höfuðborgar sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak.Orrustan um Mosul.Vísir/GraphicNewsÍbúar óttaslegnir Búið er að opna símakerfi borgarinnar aftur og geta íbúar Mosul nú verið í sambandi við umheiminn. Írakski herinn hefur sagt að íbúar hafi veitt þeim upplýsingar um staðsetningu vígamanna og fleira. Íbúar eru þó óttaslegnir vegna orrustunnar. Þeir óttast hvernig vígamennirnir munu koma fram við þau og að verða fyrir loftárás. Þá óttast þau hvernig komið verði fram við þau þegar herinn og bandamenn þeirra sækja inn í Mosul. Íbúar Mosul eru að miklum meirihluta súnnítar og óttast þeir að sjítar í hernum og vopnuðum sveitum sem aðstoða herinn muni beita þau ofbeldi, pynta eða myrða þau.Amnesty International hefur skorað á yfirvöld í Bagdad að halda vopnuðum sveitum sjíta fyrir utan borgina. Umræddar sveitir nefnast Popular Mobilization Forces eða PMF og segja mannréttindasamtökin að ríkisstjórn Írak, sem er leidd af sjítum, beri ábyrgð á framferði sveitanna.Iraq forces advance on IS stronghold of Mosul https://t.co/sI8HqhfyzZ pic.twitter.com/y0f8B2J7KA— AFP news agency (@AFP) October 18, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ætla að hrekja Íslamska ríkið frá Mosúl Hjálparsamtök óttast að flóttafólk frá Mosúl muni skipta hundruðum þúsunda. Hernaðurinn stefni meira en milljón manns í hættu. 18. október 2016 06:45 Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45 Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Um 30 þúsund hermenn úr röðum íraskra öryggissveita, hersveita Kúrda og súnnía hófu sókn sína að Mosul snemma í morgun. 17. október 2016 23:23 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira
Ætla að hrekja Íslamska ríkið frá Mosúl Hjálparsamtök óttast að flóttafólk frá Mosúl muni skipta hundruðum þúsunda. Hernaðurinn stefni meira en milljón manns í hættu. 18. október 2016 06:45
Sækja af fullum krafti að Mosul Helsta vígi ISIS í Írak er umkringt af fjölmörgum fylkingum. 17. október 2016 11:45
Írakskar öryggissveitir á undan áætlun eftir fyrsta dag sóknarinnar að Mosul Um 30 þúsund hermenn úr röðum íraskra öryggissveita, hersveita Kúrda og súnnía hófu sókn sína að Mosul snemma í morgun. 17. október 2016 23:23