Sjómenn vilja ekki borga nýju skipin fyrir útgerðir í landinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. vísir/ernir Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40
Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00
Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26
„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02