Bjarni segir hugmyndir Framsóknar um Landspítala mjög til tjóns Ásgeir Erlendsson skrifar 17. október 2016 19:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47
Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30