Smári McCarthy vændur um byssubrjálæði Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2016 14:33 Viðskiptablaðið lætur að því liggja að Smári McCarthy sé sérlegur áhugamaður um byssur. Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Viðskiptablaðið birtir frásögn sem byggir á myndum sem blaðinu bárust af Smára McCarthy Pírata þar sem hann er að hleypa af hinum ýmsu byssum. Smári hefur vísað þessum tíðindum á bug, það að hann sé mikill áhugamaður um byssur; honum var gert að sækja byssunámskeið þegar hann starfaði í Afganistan.Smári hefur töluverða reynslu af skotvopnumFrásögnin er í véfréttastíl, hefst á því að rifjað er upp að Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, hafi vakið verulega athygli þegar hann sagðist þekkja ágætlega til smávélbyssanna Hecler & Kock vegna tölvuleikja sem hann hefur spilað. Var það í tengslum við umræðu um fyrirhugaða skotvopnavæðingu lögreglunnar. Týr, hinn nafnlausi pistlahöfundur Viðskiptablaðsins segir að félagi Helga Hrafns, Smári McCarthy hafi hins vegar raunverulega þekkingu á skotvopnum.Mjög hefur færst í aukana, með netvæðingunni, að settur sé fram nafnlaus óhroður. Fáir vita hverjir standa að síðunni Kosningar 2016 en þar eru menn harðir í horn að taka.„Ég vann í Afganistan árið 2009 og fékk meðal annars skotvopnaþjálfun hjá liðþjálfa í bandaríska hernum, enda þurftum við að sjá um okkar eigið öryggi. Þetta var enginn byssutúrismi. Ég hef töluverða reynslu af skotvopnum, og verið á báðum endum þeirra í gegnum ýmsar uppákomur, flestar óskemmtilegar. Þekkjandi þær, vil ég alls ekki að þær séu almennt aðgengilegar í okkar samfélagi, og vil alls ekki að lögreglan gangi almennt með slíkt,“ skrifar Smári á Facebook-síðu sína.Nafnlaus óhróður á netinuFrásögnin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og hafa menn á Pírataspjallinu á Facebook hana til marks um kosningabaráttu sem gangi út á að kasta fram ýmsum nafnlausum óhróðri um andstæðinga pólitíska andstæðinga. Píratar velkjast hvergi í vafa um hvað klukkan slær á Viðskiptablaðinu; þar virðast menn þátttakendur í kosningabaráttu fremur en að gefa sig út fyrir að vera hlutlausir í umfjöllun sinni. Þetta er til þess að gera nýtt. Málið var til umfjöllunar á RÚV og segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að það veki athygli að íslensk áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum, sem hafa birst á Facebook, séu nafnlaus. Þetta sé ekki til fyrirmyndar, þetta sé ný þróun í íslenskum stjórnmálum og segist Grétar Þór ekki muna til þess að áróður hafi verið settur fram nafnlaus að neinu marki hingað til á Íslandi.Ein slík síða er á Facebook heitir Kosningar 2016, enginn er skráður fyrir síðunni. En ljóst er að þar beinast spjótin að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa ítrekað verið rifjað upp sex ára ummæli Smára um að ákjósanlegt væri að hér væri 50 prósenta atvinnuleysi. Síðan byggir á myndbandsbrotum og virðist töluvert lagt í vinnsluna. Sjá má myndbandið hér að ofan. Smári hefur fyrir sitt leyti svarað því og sagt orð sín gersamlega slitin úr samhengi.Nafnlausum óhróðri svarað af nafnleysingjaÁsmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessum ummælum Smára á sinni Facebooksíðu og kom þar til snarpra orðskipta um hvort þetta megi heita sæmilegt. Ásmundur eigi að vita betur. Þingmaðurinn, sem hefur greint frá því að hann eigi í sérlega miklum og góðum samskiptum við kjósendur, virðist hins vegar meta það sem svo að það virki vel að láta að því liggja að Píratar stefni að umfangsmiklu atvinnuleysi á Íslandi. Hinum nafnlausu ávirðingum er svo svarað af öðrum nafnleysingja á netinu, nefnilega Dagfara sem skrifar á Hringbraut. Sá segist hafa heimildir fyrir því að „Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“ hyggist láta til sín taka „og er með mörg verkefni í undirbúningi sem hún hyggst kynna á lokasprettinum fyrir kosningar.Að meðan má sjá færslur Ásmundar og Smára af Facebook.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira