Sækja af fullum krafti að Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2016 11:45 Frá nágrenni Mosul. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58