„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 12:28 Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45