Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. október 2016 11:45 Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent