Kolbrún Þöll um ofurstökkið: Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 10:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir í stökkinu sínu. Mynd/Fimleiksamband Íslands Kolbrún Þöll Þorradóttir sýndi mögnuð tilþrif í undankeppninni kvennaliða á EM í hópfimleikum á fimmtudaginn þegar hún framkvæmdi stökk á trampólíni sem ekki hafa sést áður. Í annarri umferðinni bauð Kolbrún Þöll upp á sannkallað ofurstökk, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Í þriðju umferðinni framkvæmdi hún annað ofurstökk, yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti. „Stóra stökkið [í annarri umferðinni] hefur engin kona framkvæmt áður. Ég gerði það einu sinni á Íslandi í vor til að undirbúa mig fyrir þetta mót,“ sagði Kolbrún Þöll sem ætlar að framkvæma stökkin enn betur í úrslitunum í dag og negla lendingarnar. „Þetta gekk mjög vel en lendingin klikkaði aðeins þegar ég fór sundur með fæturna. Ég náði ekki að klára og fór með hnén í dýnuna. En ég hef oft gert þetta og það hefur gengið mjög vel. Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur og vera einbeittari.“ En hvernig dettur henni í hug að reyna svona stökk, sem storka náttúrulögmálunum? „Ég var búin að keppa lengi með tvær og hálfa skrúfu og langaði að bæta við það og gera meira. Það er skemmtilegra að gera eitthvað nýtt. Það er allt í lagi að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Kolbrún Þöll eins og ekkert sé eðlilegra. Fimleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sýndi mögnuð tilþrif í undankeppninni kvennaliða á EM í hópfimleikum á fimmtudaginn þegar hún framkvæmdi stökk á trampólíni sem ekki hafa sést áður. Í annarri umferðinni bauð Kolbrún Þöll upp á sannkallað ofurstökk, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Í þriðju umferðinni framkvæmdi hún annað ofurstökk, yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti. „Stóra stökkið [í annarri umferðinni] hefur engin kona framkvæmt áður. Ég gerði það einu sinni á Íslandi í vor til að undirbúa mig fyrir þetta mót,“ sagði Kolbrún Þöll sem ætlar að framkvæma stökkin enn betur í úrslitunum í dag og negla lendingarnar. „Þetta gekk mjög vel en lendingin klikkaði aðeins þegar ég fór sundur með fæturna. Ég náði ekki að klára og fór með hnén í dýnuna. En ég hef oft gert þetta og það hefur gengið mjög vel. Ég þarf bara að spenna mig aðeins betur og vera einbeittari.“ En hvernig dettur henni í hug að reyna svona stökk, sem storka náttúrulögmálunum? „Ég var búin að keppa lengi með tvær og hálfa skrúfu og langaði að bæta við það og gera meira. Það er skemmtilegra að gera eitthvað nýtt. Það er allt í lagi að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Kolbrún Þöll eins og ekkert sé eðlilegra.
Fimleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira