Nýja stjarnan með ofurstökkin Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 07:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir er bæði Íslands- og Norðurlandameistari í hópfimleikum og í dag gæti hún bætt Evrópumeistaratitlinum við á EM í hópfimleikum í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti