Hulkenberg til Renault Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 14:46 Nico Hulkenberg. Þýski Formula 1 ökumaðuirinn Nico Hulkenberg hefur skipt frá Force India liðinu yfir til Renault og mun aka fyrir lið þeirra á næsta keppnistímabili. Hulkenberg, sem er nú 29 ára, á þó eftir nokkrar keppnir með Force India liðinu, þ.e. til enda þessa keppnistímabils. Hulkenberg hefur alls ekið fyrir Force India í 5 ár, eða árin 2011 og 2012 og 2014 til 2016, en árið 2013 ók hann fyrir Sauber. Hann er nú níundi stigahæsti ökumaður keppnistímabilsins með 45 stig, 26 stigum á eftir liðsfélaga sínum í Force India, Mexikóanum Sergio Perez. Sergio Perez hafði einnig verið bendlaður við Renault liðið, en hefur ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Force India. Force India hefur það takmark á þessu tímabili að ná fjórða sæti meðal bílaframleiðenda, en til þess þarf margt að ganga upp hjá þeim Hulkenberg og Perez. Svo háu sæti hefur Force India aldrei náð og hefur liðinu gengið betur á þessu keppnistímabili í ár en margir héldu fyrirfram. Þeir sem helst koma til greina til að leysa Hulkenberg af í Force India liðinu eru Kevin Magnussen, Jolyon Palmer eða Esteban Ocon. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent
Þýski Formula 1 ökumaðuirinn Nico Hulkenberg hefur skipt frá Force India liðinu yfir til Renault og mun aka fyrir lið þeirra á næsta keppnistímabili. Hulkenberg, sem er nú 29 ára, á þó eftir nokkrar keppnir með Force India liðinu, þ.e. til enda þessa keppnistímabils. Hulkenberg hefur alls ekið fyrir Force India í 5 ár, eða árin 2011 og 2012 og 2014 til 2016, en árið 2013 ók hann fyrir Sauber. Hann er nú níundi stigahæsti ökumaður keppnistímabilsins með 45 stig, 26 stigum á eftir liðsfélaga sínum í Force India, Mexikóanum Sergio Perez. Sergio Perez hafði einnig verið bendlaður við Renault liðið, en hefur ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Force India. Force India hefur það takmark á þessu tímabili að ná fjórða sæti meðal bílaframleiðenda, en til þess þarf margt að ganga upp hjá þeim Hulkenberg og Perez. Svo háu sæti hefur Force India aldrei náð og hefur liðinu gengið betur á þessu keppnistímabili í ár en margir héldu fyrirfram. Þeir sem helst koma til greina til að leysa Hulkenberg af í Force India liðinu eru Kevin Magnussen, Jolyon Palmer eða Esteban Ocon.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent