Stelpurnar tóku gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2016 18:45 Íslensku Evrópumeistararnir. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu. Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu.
Fimleikar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira