Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 18:39 Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira