Hundar rífa í sig bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 16:28 Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Hann hlýtur að hafa verið einkar gómsætur þessi bíll í Tyrklandi sem varð fyrir árás 8 villihunda. Honum var lagt fyrir utan verslun í Sakarya, en þegar eigandi hans kom að honum eftir árás hundanna hélt hann að um þjófnað hefði verið að ræða. Þegar hann fékk að sjá myndir úr eftirlitsvél sem náði atvikinu á mynd brá honum heldur betur í brún. Þar sá hann að hundarnir rífa af bílnum framstuðarann í heilu lagi og skemmdu með því ljós bílsins og annan búnað. Skemmdirnar á bílnum kosta eiganda hans rétt um 200.000 krónur og þarf hann að bera skaðann sjálfur. Hvað það var sem að fékk hundana til að aðhafast þetta er óljóst ein líklega hafa þeir fundið einhverja matarlykt sem úr bílnum kom, hvort sem það er innan úr vélarhúsinu eða innanrými bílsins. Sjá má árás hundanna á bílinn hér að ofan.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent