Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 15:26 Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við erum held ég eini flokkurinn sem er eftir sem er eftir sem er með verðtryggingarmálið, það er sem sagt afnám verðtryggingar og það er líklegast eitt frægasta kosningaloforð Íslandssögunnar held ég. Ég veit allavega ekki um neitt annað loforð sem kemst með tærnar þar sem það hefur hælana,“ segir Ragnar. Hann segir nauðsynlegt að lækka vexti fyrir heimilin í landinu þar sem þeir séu alltof háir. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft í hagkerfi þar sem íslenska krónan er gjaldmiðillinn segist Ragnar telja svo vera. „Verðtryggingunni var komið á með lagasetningu og það er hægt að taka hana af með lagasetningu. Krónan er bara ákveðið verkfæri og þú getur hengt hana við aðra gjaldmiðla. [...] Það er hagstjórnin fyrst og fremst sem hefur orðið til þess að aðrir gjaldmiðlar hafa ríflega tuttugufaldað verðgildi sitt á seinustu 25 árum eða svo. Það er hagstjórnin sem er vandamálið og við megum ekki gleyma því að helsta verkfæri Seðlabankans til að halda niðri neyslu virkar ekki út af verðtryggingunni vegna þess að þegar þeir hækka stýrivexti þá hækka ekki lánin heldur dembist kostnaðurinn ofan á höfuðstólinn. Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla. Þið sjáið bara hvað gerðist þegar hagstofan gerði smá feil í sínum útreikningum sem kostaði heimilin 10 milljarða,“ segir Ragnar. Hann kveðst telja að bara það eitt og sér að afnema verðtryggingu muni lækka vexti en varðandi það hversu hátt, eða lágt, þak Dögun vill setja á vexti segir Ragnar að flokkurinn horfi til landanna í kringum okkur. „Það er einfaldlega galið að hér séu 7 prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum.“Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Formaður Samfylkingarinnar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira