Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 12:57 Geimfari á vegum ESA úti í geim. Vísir/Getty Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17