Tesla slær Benz, Audi og BMW við í sölu stórra lúxusbíla vestra Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:56 Tesla Model S. Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent