Ólympíumeistari hættir á toppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 14:30 Jessica Ennis-Hill hefur verið ein besta frjálsíþróttakona heims undanfarin ár. vísir/getty Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Jessica Ennis-Hill, Ólympíumeistari í sjöþraut, hefur lagt kúluna, spjótið og skóna á hilluna en hún er hætt keppni í frjálsíþróttum. Frá þessi greinir út á Instagram-síðu sinni í dag. Ennis-Hill heillaði heimsbyggðina upp úr skónum og varð að einni skærustu íþróttastjörnu Breta þegar hún vann gull í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum árum síðar. Þessi magnaða íþróttakona varð ólétt fyrir þremur árum og eignaðist son árið 2014. Hún sneri aftur á keppnisvöllinn í fyrra og vann gull í sjöþraut á HM í Peking. Ennis-Hill varð að játa sig sigraða á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum þar sem hún tók silfur í baráttunni við hina belgísku Nafissatou Thiam. Hún var á toppnum í sjö ár eftir að hún vann sitt fyrsta gull á stórmóti á HM í Berlín árið 2009. Sú breska kveður sportið með gull og silfur frá ÓL, tvö HM-gull og eitt silfur og eitt gull frá EM 2010 í Barcelona. „Ég er svo heppin að hafa átt svona frábæran feril í íþróttinni sem ég elska. Þess vegna er þetta ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég veit samt að hætta núna er það rétta í stöðunni,“ segir Ennis-Hill á Instagram-síðu sinni. „Ég hef alltaf sagt að ég vil hætta á toppnum og ég sé ekki eftir neinu. Ég vil þakka fjölskyldunni minni og mínu magnaða liði sem hefur alltaf stutt mig og hjálpað mér að upplifa drauma mína. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa stutt mig og fylgst með mínum ferli í gegnum árin,“ segir Jessica Ennis-Hill. Amazing memories...from my first world title in Berlin 2009 to Rio 2016 I'm so fortunate to have had such an amazing career within the sport I love and this has been one of the toughest decisions I've had to make. But I know that retiring now is right. I've always said I want to leave my sport on a high and have no regrets and I can truly say that. I want to thank my family and incredible team who have spent so much of their time supporting me and enabling me to achieve my dreams. Also a huge thank you to all those people who have supported and followed my career over the years x A photo posted by Jessica Ennis-Hill (@jessicaennishill) on Oct 13, 2016 at 1:17am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira