Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. október 2016 18:30 Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira