SsangYong Tourismo Campervan sá ódýrasti Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:54 Ssangyong Turismo Campervan er klár í ferðalögin. SsangYong frá S-Kóreu hefur markaðssett þennan ferðabíl í Bretlandi í samstarfi við Wellhouse í bretlandi sem sérhæfir sig í að breyta bílum í draumabíl útivistarmannsins. Wellhouse hefur einnig breytt bílum á þennan hátt fyrir Ford, þ.e. með Ford Transit Custom bílinn. Í SsangYong bílnum má snúa framsætunum aftur og leggja þau niður svo þau breytist í rúm. Þakið er uppdraganlegt og í bílnum má finna eldurnaraðstöðu með tveimur hellum, vaski, ísskáp, klósetti, vatnskæli og stórum vatnstönkum og fullt af 12 volta innstungum. SsangYong Tourismo Campervan er ódýrasti og einn stærsti svona ferðabíll sem kaupa má í Bretlandi og er bílinn 5,13 metra langur. Hann er með vél frá Mercedes Benz sem er 2,2 lítra dísilvél, 178 hestafla og með 400 Nm tog. Hún tengist 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu og fá má bílinn bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Þessi SsangYong Tourismo Campervan kostar aðeins 24.995 pund með fjórhjóladrifi og öllum þeim hugsanlega búnaði sem fá má í bílinn, þ.e. dýrusta útgáfu hans. Ódýrasta gerð Ford Galaxy er 2.500 pundum dýrari en SsangYong Tourismo Campervan og Volkswagen California og Ford transit Wellhouse eru 5.000 pundum dýrari. Búast má við því að SsangYong selji vel af þessum bíl í Bretlandi og jafnvel víðar.Fínasta svefnaðstaða.Hér ætti að vera þægilegt að elda.Athafna má sig standandi í bílnum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
SsangYong frá S-Kóreu hefur markaðssett þennan ferðabíl í Bretlandi í samstarfi við Wellhouse í bretlandi sem sérhæfir sig í að breyta bílum í draumabíl útivistarmannsins. Wellhouse hefur einnig breytt bílum á þennan hátt fyrir Ford, þ.e. með Ford Transit Custom bílinn. Í SsangYong bílnum má snúa framsætunum aftur og leggja þau niður svo þau breytist í rúm. Þakið er uppdraganlegt og í bílnum má finna eldurnaraðstöðu með tveimur hellum, vaski, ísskáp, klósetti, vatnskæli og stórum vatnstönkum og fullt af 12 volta innstungum. SsangYong Tourismo Campervan er ódýrasti og einn stærsti svona ferðabíll sem kaupa má í Bretlandi og er bílinn 5,13 metra langur. Hann er með vél frá Mercedes Benz sem er 2,2 lítra dísilvél, 178 hestafla og með 400 Nm tog. Hún tengist 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu og fá má bílinn bæði afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Þessi SsangYong Tourismo Campervan kostar aðeins 24.995 pund með fjórhjóladrifi og öllum þeim hugsanlega búnaði sem fá má í bílinn, þ.e. dýrusta útgáfu hans. Ódýrasta gerð Ford Galaxy er 2.500 pundum dýrari en SsangYong Tourismo Campervan og Volkswagen California og Ford transit Wellhouse eru 5.000 pundum dýrari. Búast má við því að SsangYong selji vel af þessum bíl í Bretlandi og jafnvel víðar.Fínasta svefnaðstaða.Hér ætti að vera þægilegt að elda.Athafna má sig standandi í bílnum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira