Markmiðið að komast á pall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2016 13:20 Íslenska stúlknaliðið. vísir/ernir Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hefst á morgun en stúlknalið og blandað lið yngri keppenda Íslands ríða á vaðið. Bæði lið æfðu í Lukna höllinni í dag en hún er á sama stað og Ljudski vrt, heimavöllur fótboltaliðsins FC Maribor sem lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2014-15. „Við ætlum að taka því svolítið rólega í dag, aðeins að finna áhöldin, koma okkur í gírinn og sjá hvernig flugþreytan fór með okkur,“ sagði Bjarni Gíslason, þjálfari stúlknaliðsins, þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli fyrir æfinguna í dag. „Á morgun ætlum að keyra á fullu eins og við gerum í úrslitunum. Við búumst við því að komast í úrslit og enda í einum af þremur efstu sætunum,“ sagði Bjarni ennfremur en úrslitin í stúlknaflokki fara fram á föstudaginn. Hann segir að markmiðið sé að ná í verðlaun á mótinu. „Markmiðið er 100% að vera á palli. Sé litið á styrkleika liðanna erum við alveg á toppnum og við eigum góða möguleika á þessu móti. Ef allt fer eins og það á að fara eigum við möguleika á titlinum,“ sagði Bjarni. En mun íslenska liðið brydda upp á einhverjum nýungum á morgun? „Hver og einn einstaklingur er að taka upp nýjar æfingar en þetta er svolítið hefðbundin stökk eins og hjá mörgum liðum,“ sagði Bjarni að lokum.Lukna höllin í Maribor.vísir/ingviþ Fimleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hefst á morgun en stúlknalið og blandað lið yngri keppenda Íslands ríða á vaðið. Bæði lið æfðu í Lukna höllinni í dag en hún er á sama stað og Ljudski vrt, heimavöllur fótboltaliðsins FC Maribor sem lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2014-15. „Við ætlum að taka því svolítið rólega í dag, aðeins að finna áhöldin, koma okkur í gírinn og sjá hvernig flugþreytan fór með okkur,“ sagði Bjarni Gíslason, þjálfari stúlknaliðsins, þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli fyrir æfinguna í dag. „Á morgun ætlum að keyra á fullu eins og við gerum í úrslitunum. Við búumst við því að komast í úrslit og enda í einum af þremur efstu sætunum,“ sagði Bjarni ennfremur en úrslitin í stúlknaflokki fara fram á föstudaginn. Hann segir að markmiðið sé að ná í verðlaun á mótinu. „Markmiðið er 100% að vera á palli. Sé litið á styrkleika liðanna erum við alveg á toppnum og við eigum góða möguleika á þessu móti. Ef allt fer eins og það á að fara eigum við möguleika á titlinum,“ sagði Bjarni. En mun íslenska liðið brydda upp á einhverjum nýungum á morgun? „Hver og einn einstaklingur er að taka upp nýjar æfingar en þetta er svolítið hefðbundin stökk eins og hjá mörgum liðum,“ sagði Bjarni að lokum.Lukna höllin í Maribor.vísir/ingviþ
Fimleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira