Mitsubishi keypt af Renault-Nissan í enda árs Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:04 Mitsubishi eX tilraunabíll sem nú er kynntur á bílasýningunni í París. Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent