Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:57 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð á flokksþingi Framsóknar í byrjun október. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08