Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:57 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð á flokksþingi Framsóknar í byrjun október. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08