Tesla hættir smíði aflminnstu 60D útgáfu Model X Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:42 Tesla Model X. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent