Skoda pallbíll byggður á VW Amarok Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2016 14:57 Svona gæti Skoda pallbíllinn litið út. Skoda íhugar nú að framleiða pallbíl sem byggður yrði á systurbílnum Volkswagen Amarok og til greina kemur að markaðssetja slíkan bíl í Bandaríkjunum ásamt nýjum Kodiaq jeppa og fleiri bílum frá Skoda. Ekkert hefur verið ákveðið í þessum efnum nú þegar en Skoda hyggst kanna fýsileika þessa. Skoda sér mikla möguleika í framleiðslu á pallbíl, bæði fyrir N-Ameríkumarkað en einnig fyrir Asíu. Skoda mun skoða tilvonandi samkeppni frá bílum eins og Nissan Navara, Renault Alaskan, nýja pallbíllinn sem von er á frá Mercedes Benz og fleiri pallbílum. Ef sú könnun leiðir í ljós að fýsilegt sé að framleiða pallbíl undir merkjum Skoda er samt talsverður tími þangað til slíkur bíll yrði af veruleika, en það vantar ekki eftirspurnina eftir pallbílum um heim allan og seljast þeir gríðarvel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Það kemur ef til vill ekki á óvart að stóra Volkswagen bílasamstæðan vilji markaðssetja nýja bíla sína í Bandaríkjunum undir öðrum merkjum en Volkswagen en ímynd þess hefur fallið verulega vestanhafs eftir dísilvélasvindl Volkswagen. Svarið gæti verið fólgið í Skoda bílum. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent
Skoda íhugar nú að framleiða pallbíl sem byggður yrði á systurbílnum Volkswagen Amarok og til greina kemur að markaðssetja slíkan bíl í Bandaríkjunum ásamt nýjum Kodiaq jeppa og fleiri bílum frá Skoda. Ekkert hefur verið ákveðið í þessum efnum nú þegar en Skoda hyggst kanna fýsileika þessa. Skoda sér mikla möguleika í framleiðslu á pallbíl, bæði fyrir N-Ameríkumarkað en einnig fyrir Asíu. Skoda mun skoða tilvonandi samkeppni frá bílum eins og Nissan Navara, Renault Alaskan, nýja pallbíllinn sem von er á frá Mercedes Benz og fleiri pallbílum. Ef sú könnun leiðir í ljós að fýsilegt sé að framleiða pallbíl undir merkjum Skoda er samt talsverður tími þangað til slíkur bíll yrði af veruleika, en það vantar ekki eftirspurnina eftir pallbílum um heim allan og seljast þeir gríðarvel í Bandaríkjunum um þessar mundir. Það kemur ef til vill ekki á óvart að stóra Volkswagen bílasamstæðan vilji markaðssetja nýja bíla sína í Bandaríkjunum undir öðrum merkjum en Volkswagen en ímynd þess hefur fallið verulega vestanhafs eftir dísilvélasvindl Volkswagen. Svarið gæti verið fólgið í Skoda bílum.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent