Tökuliðið hefur lagt undir sig Djúpavík þar sem búið er að koma fyrir fjölda húsbíla og einnig verður tekið upp á Gjögri.
Momoa, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Khal Drogo í Game of Thrones, mun leika Arthur Curry eða Aquaman, konung Atlantis. Við höfum áður séð hann bregða fyrir í stiklu sem birt var í júlí. Þar mátti einnig sjá þau Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörgu Kjeld, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Salóme Gunnarsdóttur. Aquaman birtist einnig í skamman tíma í Batman V Superman.
Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League
Justice League er ofurhetjuteymi sem samanstendur af Superman, Batman, WonderWoman, Aquaman, The Flash og Cyborg. Öll eru þau úr ofurhetjuheimi myndasagnaútgáfunnar DC-Comics.
Tökum í London lauk nýverið og leikstjórinn Zack Snyder birti meðfylgjandi myndband af því tilefni.
Last day filming in the UK. It has been an amazing shoot. Big thanks to everyone involved! #JusticeLeague pic.twitter.com/TEjEdlo81u
— Zack Snyder (@ZackSnyder) October 7, 2016
Ekki er vitað hvort að fleiri leikarar munu koma til Íslands vegna myndarinnar en auk áðurnefndra leikara eru Henry Cavill, Gal Gadot, Amy Adams, Amber Heard, Ezra MIller, Jeremy Irons og Ray Fisher einnig í henni.
Jason Momoa birti í morgun tvær myndir sem teknar eru á Ströndum. Ef miða má við textann með myndunum þá er hann nokkuð sáttur við veruna hér á landi.
Viðbót: Momoa hefur birt nokkrar myndir frá Íslandi á Instagramsíðu sinni. Þar segir hann Ísland vera fallegt land. Ekki ósvipað Hawaii, bara kaldara.
First set photos from the #JusticeLeague set in Iceland! https://t.co/uLBdHqcPFf pic.twitter.com/glbdaE8ZVf
— Batman-News.com (@BatmanNewsCom) October 6, 2016