Það bendir flest til þess að UFC 205 verði stærsta kvöld í sögu UFC.
Þá fer í fyrsta skipti fram UFC-kvöld í New York og UFC leggur allt undir til að þetta verði stærsta kvöld sögunnar.
Það eru þrír titilbardagar í boði og Conor McGregor er aðalstjarnan. Þetta á ekki að geta klikkað.
Fyrir utan þessa þrjá titilbardaga þá eru margir aðrir frábærir bardagar í boði þetta kvöld.
Auglýsingaherferð er farin á fullt og um nýliðna helgi var frumsýnd frábær auglýsing þar sem helstu leikendur á bardagakvöldinu koma við sögu.
Auglýsinguna má sjá hér að ofan.
