Þessi stóri sendibíll er aðeins með sæti fyrir 7 en það fer hinsvegar býsna vel um farþegana. Öll sætin eru úr stöguðu leðri og með hita, allt er lýst upp að innan með LED-lýsingu og tveir stórir sjónvarpsskjáir eru í bílnum þar sem horfa má á Apple TV eða myndir af Blue-Rey spilara, ef fólk er orðið þreytt á vinnunni.
Milli sætanna eru kælar fyrir drykki og nægt pláss fyrir þá og séð er til þess að símar farþeganna verði ekki rafmagnslausir með hleðsludokkum. Þessi lúxussendibíll Brabus er langt frá því að vera ódýr, en verðmiðinn sem settur er á hann er 29 milljónir króna. Það gerir Brabus útgáfununa af Mercedes Maybach S600 eiginlega að ódýrum bíl, en hann kostar innan við 22 milljónir króna.




