Voru beðin um að hrósa hvort öðru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 08:58 Frambjóðendurnir tókust í hendur í kjölfar spurningar Becker, en þau höfðu ekki gert það í byrjun líkt og siður er fyrir. Vísir/Getty Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira