Laun þeirra ríku hækka hraðar Sveinn Arnarson skrifar 10. október 2016 07:00 Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51