Bjarna fagnað gríðarlega á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins: „Við ætlum að fara alla leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2016 23:29 Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var fagnað gríðarlega þegar hann steig á svið á kosningavöku flokksins á Grand Hótel nú rétt um klukkan 23:15. Það má segja að formaðurinn hafi verið meyr yfir fagnaðarlátunum en fyrstu tölur úr öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi sýna flokkinn með 33,2 prósent fylgi á landsvísu. Er það mun meira en flokkurinn mældist með í skoðanakönnunum fyrir kosningar. „Ég get sagt ykkur það að frá því að við fyrst ákváðum að ganga til kosninga þá hef ég hlakkað til þess að fara út, hitta fólk, segja þeim frá því sem við höfum áorkað og hvað við ætlum að gera í framhaldinu og þetta er niðurstaðan,“ sagði Bjarni þegar hann ávarpaði flokksmenn. Hann þakkaði síðan sjálfstæðismönnum um land allt fyrir kosningabaráttuna seinustu vikur. „Þetta er svo innilega í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið svo hátt á lofti að það að leggja á sig skilar árangri og að fylgja skýrri stefnu, stefnu sem hefur fylgt okkur frá upphafi, þá mun það skila uppskeru þegar upp er staðið.“ Bjarni bað síðan um að enn hærra yrði klappað fyrir öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóg í baráttunni. Þá var klappað gríðarlega mikið. „Við fórum inn í kosningarnar með slagorðið „Á réttri leið“ og nú er búið að loka kjörkössunum og við ætlum að fara alla leið!“Ræðu Bjarna í heild sinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03