Píratar herja á ungt fólk með sms-skilaboðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 17:09 Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í dag til að minna á kosningarnar á morgun. vísir/garðar Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53