Svör allra flokka um áherslur í samgöngumálum Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 16:39 Á Barðaströnd. FÍB sendi öllum framboðum til Alþingis í kosningunum á morgun 29. október fyrirspurn um áherslur í samgöngumálum. Settar voru fram 7 spurningar sem varða uppbyggingu samgöngumannvirkja, fjármögnun og valkosti. Einnig var spurt um afstöðu til rafbílavæðingar og mögulegt notkunargjald af rafbílum í framtíðinni til innviðauppbyggingar. Tíu framboð svöruðu en Dögun náði ekki að svara innan tímamarka. Gott og öruggt vegakerfi er lykillinn að farsælli uppbyggingu samfélagsins. Það þarf að setja samgöngumálin og umferðaröryggi í forgang og FÍB hvetur félagsmenn og aðra vegfarendur til að kynna sér svör framboðanna hér á eftir. Aðeins verður greint hér frá svörum fyrstu spurningarinnar hér en kynna má sér svörin við öllum spurningunum á heimasíðu FÍB, fib.is. Fyrsta spurningin var svona og svör framboðanna koma þar á eftir: Samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun hækkar framkvæmdafé til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu um rúma 6 milljarða miðað við fyrri drög. Vegagerðin hefur áætlað að til nýframkvæmda og viðhalds þurfi að verja 35 milljörðum á ári næstu tíu ár til að koma vegakerfinu í ásættanlegt horf en samkvæmt nýju samgönguáætluninni verður varið um 32 milljörðum. Hver er afstaða framboðsins? Er nóg að verja 32 milljörðum í vegakerfið á ári? Er of lítið að verja 32 milljörðum á ári? Er of mikið að verja 32 milljörðum á ári? Annað?Björt Framtíð (A) Björt framtíð telur að mæta beri faglegu mati Vegagerðarinnar. Framsókn (B) Vegakerfið hefur stórlega látið á sjá vegna viðhaldsleysis á aðeins örfáum árum. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna sé fólgin í áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Stórauka þarf framlög til viðhalds og nýbyggingu vega. Auka þarf umferðaröryggi og vinna kerfisbundið eftir sérstakri umferðaröryggisáætlun. Á næsta ári skal ráðast í sérstakt átaksverkefni til að bregðast við því hættuástandi sem víða hefur skapast í vegakerfinu.Viðreisn (C) Í kjölfar efnahaghrunsins varð að fresta aðkallandi og jafnvel bráðnauðsynlegum framkvæmdum og viðhaldi á vegakerfinu. Vandinn, sem blasir við nú, er bæði samsafnaður vandi vegna þessa og svo nýr vandi samfara auknu álagi á vegakerfið af völdum fjölgunar ferðamanna. Mat Vegagerðarinnar á fjárhagsþörf til viðhalds og framkvæmda er ekkert ofmat en mestu skiptir ábyrg tekjuöflun til uppbyggingar innviða. Viðreisn leggur til að tekið verði upp markaðstengt gjald af auðlindum í sameign þjóðarinnar. Tekið verði upp afgjald í ferðaþjónustu til að stuðla að ábyrgri aðgangsstýringu og dreifingu ferðamanna, uppbyggingu og skipulagi innviða og vernd náttúru landsins. Tekjum, sem aflast með þessum hætti, verði fyrst og fremst varið til uppbyggingar innviða. Viðreisn vill því verja meira en 32 milljörðum til innviðauppbyggingar og ætlar m.a. að nota fyrrnefnt auðlindagjald til þess. Sjálfstæðisflokkur (D) Sú aukning á fé til nýframkvæmda og viðhalds sem lögð er til i samgönguáætlun er afar mikilvæg, en fjárþörfin er meiri. Það er mjög mikilvægt að tryggja skynsamlega og hagkvæma nýtingu þess fjár sem ráðstafað er. Þá getur verið skynsamlegt eins og fram kemur í svari við spurningu 2 að fá einkafjármagn til frekari uppbyggingar.Íslenska þjóðfylkingin (E) Íslenska þjóðfylkingin telur það forgangsatriði að farið verði að ráðleggingum vegagerðarinnar enda öllum landsmönnum vel ljóst að vegakerfi landsins hefur gefið verulega undan þeim umferðarþunga sem skapast hefur til dæmis af aukinni umferð ferðamanna um landið. Flokkurinn vill að gert verði átak í vegamálum á næsta kjörtímabili og mun beita sér fyrir því. Flokkur fólksins (F) Það er nóg að verja 32 milljörðum á ári ef það á ekkert að gera annað en halda í horfi, hins vegar vantar verulega fjármuni til nýframkvæmd einsog Sundabraut, jarðgangagerð og fækka einbreiðura brúa.Píratar (P) Enn er ekki búið að klára að malbika hringinn eða tvöfalda allar brýr á hringveginum. Álag á samgöngukerfið er að aukast og því er mjög líklegt að 32 milljarðar séu ekki nóg.Alþýðufylkingin (R) Það er ekki nóg, vegna þess að kerfið hefur verið látið grotna niður undanfarin ár og þess vegna þarf að vinna upp margra ára trassaskap.Samfylkingin (S) Við erum sammála Vegagerðinni um uppbyggingu og eðlilegt viðhald. Vinstri hreyfingin - grænt framboð (V) Ekki er ástæða til að ætla annað en að áætlanir Vegagerðarinnar um fjárþörf til nýframkvæmda og viðhalds séu raunhæfar. Svarið við spurningunni er því að gera þurfi betur en nýsamþykkt vegaáætlun gerir ráð fyrir og verja að minnsta kosti þeim 35 milljörðum króna til vegamála sem spurt er um næstu árin. Þá er öllum ljóst að viðhaldi vega er ábótavant víða um land og hefur einmitt verið bent á það af hálfu Vegagerðarinnar að eins og staðar er orðin sé viðhald samgöngumannvirkja arðbærasta fjárfestingin í vegamálum. Það er því ljóst að á næstu árum verður að beina verulegum hluta fjárfestinga í vegamálum til viðhaldsverkefna og koma þannig í veg fyrir að vegirnir gangi svo úr sér að þeir verði hættulegir og ónothæfir, þessi mikilvæga sameign þjóðarinnar, samgönguinnviðirnir, grotni niður með tilheyrandi og enn meiri útgjöldum síðar. Kosningar 2016 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
FÍB sendi öllum framboðum til Alþingis í kosningunum á morgun 29. október fyrirspurn um áherslur í samgöngumálum. Settar voru fram 7 spurningar sem varða uppbyggingu samgöngumannvirkja, fjármögnun og valkosti. Einnig var spurt um afstöðu til rafbílavæðingar og mögulegt notkunargjald af rafbílum í framtíðinni til innviðauppbyggingar. Tíu framboð svöruðu en Dögun náði ekki að svara innan tímamarka. Gott og öruggt vegakerfi er lykillinn að farsælli uppbyggingu samfélagsins. Það þarf að setja samgöngumálin og umferðaröryggi í forgang og FÍB hvetur félagsmenn og aðra vegfarendur til að kynna sér svör framboðanna hér á eftir. Aðeins verður greint hér frá svörum fyrstu spurningarinnar hér en kynna má sér svörin við öllum spurningunum á heimasíðu FÍB, fib.is. Fyrsta spurningin var svona og svör framboðanna koma þar á eftir: Samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun hækkar framkvæmdafé til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu um rúma 6 milljarða miðað við fyrri drög. Vegagerðin hefur áætlað að til nýframkvæmda og viðhalds þurfi að verja 35 milljörðum á ári næstu tíu ár til að koma vegakerfinu í ásættanlegt horf en samkvæmt nýju samgönguáætluninni verður varið um 32 milljörðum. Hver er afstaða framboðsins? Er nóg að verja 32 milljörðum í vegakerfið á ári? Er of lítið að verja 32 milljörðum á ári? Er of mikið að verja 32 milljörðum á ári? Annað?Björt Framtíð (A) Björt framtíð telur að mæta beri faglegu mati Vegagerðarinnar. Framsókn (B) Vegakerfið hefur stórlega látið á sjá vegna viðhaldsleysis á aðeins örfáum árum. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna sé fólgin í áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi vegakerfisins. Stórauka þarf framlög til viðhalds og nýbyggingu vega. Auka þarf umferðaröryggi og vinna kerfisbundið eftir sérstakri umferðaröryggisáætlun. Á næsta ári skal ráðast í sérstakt átaksverkefni til að bregðast við því hættuástandi sem víða hefur skapast í vegakerfinu.Viðreisn (C) Í kjölfar efnahaghrunsins varð að fresta aðkallandi og jafnvel bráðnauðsynlegum framkvæmdum og viðhaldi á vegakerfinu. Vandinn, sem blasir við nú, er bæði samsafnaður vandi vegna þessa og svo nýr vandi samfara auknu álagi á vegakerfið af völdum fjölgunar ferðamanna. Mat Vegagerðarinnar á fjárhagsþörf til viðhalds og framkvæmda er ekkert ofmat en mestu skiptir ábyrg tekjuöflun til uppbyggingar innviða. Viðreisn leggur til að tekið verði upp markaðstengt gjald af auðlindum í sameign þjóðarinnar. Tekið verði upp afgjald í ferðaþjónustu til að stuðla að ábyrgri aðgangsstýringu og dreifingu ferðamanna, uppbyggingu og skipulagi innviða og vernd náttúru landsins. Tekjum, sem aflast með þessum hætti, verði fyrst og fremst varið til uppbyggingar innviða. Viðreisn vill því verja meira en 32 milljörðum til innviðauppbyggingar og ætlar m.a. að nota fyrrnefnt auðlindagjald til þess. Sjálfstæðisflokkur (D) Sú aukning á fé til nýframkvæmda og viðhalds sem lögð er til i samgönguáætlun er afar mikilvæg, en fjárþörfin er meiri. Það er mjög mikilvægt að tryggja skynsamlega og hagkvæma nýtingu þess fjár sem ráðstafað er. Þá getur verið skynsamlegt eins og fram kemur í svari við spurningu 2 að fá einkafjármagn til frekari uppbyggingar.Íslenska þjóðfylkingin (E) Íslenska þjóðfylkingin telur það forgangsatriði að farið verði að ráðleggingum vegagerðarinnar enda öllum landsmönnum vel ljóst að vegakerfi landsins hefur gefið verulega undan þeim umferðarþunga sem skapast hefur til dæmis af aukinni umferð ferðamanna um landið. Flokkurinn vill að gert verði átak í vegamálum á næsta kjörtímabili og mun beita sér fyrir því. Flokkur fólksins (F) Það er nóg að verja 32 milljörðum á ári ef það á ekkert að gera annað en halda í horfi, hins vegar vantar verulega fjármuni til nýframkvæmd einsog Sundabraut, jarðgangagerð og fækka einbreiðura brúa.Píratar (P) Enn er ekki búið að klára að malbika hringinn eða tvöfalda allar brýr á hringveginum. Álag á samgöngukerfið er að aukast og því er mjög líklegt að 32 milljarðar séu ekki nóg.Alþýðufylkingin (R) Það er ekki nóg, vegna þess að kerfið hefur verið látið grotna niður undanfarin ár og þess vegna þarf að vinna upp margra ára trassaskap.Samfylkingin (S) Við erum sammála Vegagerðinni um uppbyggingu og eðlilegt viðhald. Vinstri hreyfingin - grænt framboð (V) Ekki er ástæða til að ætla annað en að áætlanir Vegagerðarinnar um fjárþörf til nýframkvæmda og viðhalds séu raunhæfar. Svarið við spurningunni er því að gera þurfi betur en nýsamþykkt vegaáætlun gerir ráð fyrir og verja að minnsta kosti þeim 35 milljörðum króna til vegamála sem spurt er um næstu árin. Þá er öllum ljóst að viðhaldi vega er ábótavant víða um land og hefur einmitt verið bent á það af hálfu Vegagerðarinnar að eins og staðar er orðin sé viðhald samgöngumannvirkja arðbærasta fjárfestingin í vegamálum. Það er því ljóst að á næstu árum verður að beina verulegum hluta fjárfestinga í vegamálum til viðhaldsverkefna og koma þannig í veg fyrir að vegirnir gangi svo úr sér að þeir verði hættulegir og ónothæfir, þessi mikilvæga sameign þjóðarinnar, samgönguinnviðirnir, grotni niður með tilheyrandi og enn meiri útgjöldum síðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent