Aurum-málið: Fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 14:15 Jón Ásgeir Jóhannesson í dómssal áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Hún mun standa út næstu viku. Vísir/GVA Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. Ólafur Þór Hauksson saksóknari fer fram á þunga dóma yfir sakborningum í málinu, líkt og fram kemur í frétt mbl.is, en tæplega fjögur ár eru liðin frá því að ákæra í málinu var gefin út. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Sjá einnig: Lárus um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Aðalmeðferð málsins fór nú fram í annað sinn í héraði en aðalmeðferð fór fyrst fram í málinu vorið 2014 og voru fjórmenningarnir allir sýknaðir. Einn dómara í fjölskipuðum héraðsdómi, Arngrímur Ísberg, vildi þó sakfella þá Lárus, Magnús og Jón Ásgeir en þegar málið var svo tekið fyrir í Hæstarétti eftir að ákæruvaldið áfrýjaði dómnum var dómurinn í héraði ómerktur. Hæstiréttur taldi að sérfróður meðdómandi málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en saksóknari taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur taldi Guðjón vanhæfan til að dæma í málinu og þurfti því að skipa nýja dómara í héraði.Sjá einnig: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir lánið til FS38 Héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm í málinu. Eins og áður segir fer saksóknari fram á þunga dóma yfir fjórmenningunum. Þannig fer hann fram á að Jón Ásgeir verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og að Lárus fái hegningarauka við fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk í héraði vegna Stím-málsins svokallaða en Hæstiréttur á enn eftir að taka það mál fyrir. Vill Ólafur Þór að refsing Lárusar verði samtals sex ár en það er þyngsta refsing sem menn geta hlotið fyrir efnahagsbrot. Magnús Arnar hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti í svokölluðu BK-máli og fer saksóknari nú fram á tveggja ára hegningarauka við þann dóm. Þá vill saksóknari að Bjarni verði dæmdur í fangelsi í tvö til tvö og hálft ár. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Aðalmeðferð Aurum-málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið var umfangsmikið enda tók aðalmeðferðin átta daga, tæplega fimmtíu vitni komu gáfu skýrslu fyrir dómi og málflutningur tók tvo daga. Ólafur Þór Hauksson saksóknari fer fram á þunga dóma yfir sakborningum í málinu, líkt og fram kemur í frétt mbl.is, en tæplega fjögur ár eru liðin frá því að ákæra í málinu var gefin út. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008. Þá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum en lánið var notað til að kaupa hlutabréf Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Sjá einnig: Lárus um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Aðalmeðferð málsins fór nú fram í annað sinn í héraði en aðalmeðferð fór fyrst fram í málinu vorið 2014 og voru fjórmenningarnir allir sýknaðir. Einn dómara í fjölskipuðum héraðsdómi, Arngrímur Ísberg, vildi þó sakfella þá Lárus, Magnús og Jón Ásgeir en þegar málið var svo tekið fyrir í Hæstarétti eftir að ákæruvaldið áfrýjaði dómnum var dómurinn í héraði ómerktur. Hæstiréttur taldi að sérfróður meðdómandi málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en saksóknari taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur taldi Guðjón vanhæfan til að dæma í málinu og þurfti því að skipa nýja dómara í héraði.Sjá einnig: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir lánið til FS38 Héraðsdómur hefur nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm í málinu. Eins og áður segir fer saksóknari fram á þunga dóma yfir fjórmenningunum. Þannig fer hann fram á að Jón Ásgeir verði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og að Lárus fái hegningarauka við fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk í héraði vegna Stím-málsins svokallaða en Hæstiréttur á enn eftir að taka það mál fyrir. Vill Ólafur Þór að refsing Lárusar verði samtals sex ár en það er þyngsta refsing sem menn geta hlotið fyrir efnahagsbrot. Magnús Arnar hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti í svokölluðu BK-máli og fer saksóknari nú fram á tveggja ára hegningarauka við þann dóm. Þá vill saksóknari að Bjarni verði dæmdur í fangelsi í tvö til tvö og hálft ár.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. 21. október 2016 15:15
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent