Framsókn sökuð um fordóma í nýju kosningamyndbandi Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 12:36 Ugla og Steinunn Ása eru meðal fjölmargra sem telja nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins fyrir neðan allar hellur. Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband. Kosningar 2016 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband.
Kosningar 2016 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent