Framsókn sökuð um fordóma í nýju kosningamyndbandi Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 12:36 Ugla og Steinunn Ása eru meðal fjölmargra sem telja nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins fyrir neðan allar hellur. Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband. Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband.
Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira