Nýr úr AMG smiðju Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:50 Mercedes Benz AMG E63 er skruggukerra. Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent
Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent