Nýr úr AMG smiðju Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:50 Mercedes Benz AMG E63 er skruggukerra. Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent
Nýr Mercedes-AMG E 63 verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði. Þessi hraðskreiði lúxusbíll er með 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og hann býr yfir ógnarkrafti. Hægt er að fá hann í tveimur útfærslum. Venjulega gerðin skilar alls 563 hestöflum og togið er 553 Nm. Bíllinn er 3,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið svo hér er á ferð alls enginn letingi. Í svaklegri S útfærslunni er bíllinn hins vegar enn aflmeiri. Þar er að finna 603 hestöfl undir húddinu og togið er 627 Nm. Í þessari útfærslu er lúxuskerran aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið. Þetta er hraðskreiðasta gerðin af E-Class sem nokkru sinni hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er hátæknivæddur eins og nýjasta kynslóð E-Class og með mikinn lúxus innanborðs. Í boði er 4MATIC fjórhjóladrifið frá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent