Mercedes Benz EQ rafmagnsbíll á göturnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:14 Mercedes Benz EQ rafmagnsbíllinn í Bremen. Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira