Breyttur Renault Clio kynntur á morgun hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 09:48 Andlitslyftur Renault Clio. Renault Clio hefur fengið hressilega og afar skemmtilega andlitsupplyftingu í samræmi við aðra nýjungar frá Renault. Clio kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 26 árum og hafa yfir 13 milljónir bíla selst á tímabilinu sem gerir Clio að vinsælasta bíl Renault frá upphafi enda er hann sá mest seldi í sínum flokki í Evrópu og í öðru sæti í heiminum. Á því varð engin breyting þegar fjórða kynslóðin var kynnt árið 2012 en þá var Clio sá fyrsti frá Renault sem kynntur var í algerlega nýju einkennandi útliti sem síðan var í meginatriðum yfirfært á alla fólksbílalínu Renault. Það sem einkennir breytinguna á Clio sem nú hefur verið gerð á ytra útliti eru C-laga LED ljós og endurhannað og víðara grill sem setur sterkan, sportlegan og nýtískulegan svip á bílinn. Þá hefur afturhluti bílsins einnig verið uppfærður með sama sportlega yfirbragðið að markmiði. Staðalbúnaður Clio er vel búinn fyrir bíl í þessum stærðarflokki, en þar má nefna hraðastilli og hraðatakmarkara, aksturstölvu, rafdrifnar rúður að framan og útispegla sem jafnframt eru upphitaðir. Einnig má nefna útihitamæli, fjarstýrðar samlæsingar, hita í framsætum ásamt því sem hægt er að hækka og lækka sæti ökumanns. Hljómtæki eru með tengingu fyrir USB og AUX og fjarstýring er í stýri og fleira. Hægt er að velja um fjölda aukahluta með Clio, svo sem Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, loftkælingu, tölvustýrða miðstöð með loftkælingu, regnskynjara og fleira. Clio er boðinn í tveimur útfærslum, Clio og Clio Sport Tourer, sem er langbaksútfærsla hans. Hægt er að velja um þrjár vélar: 900 rúmsentimetra (cc), 90 hestafla bensínvél við beinskiptinu, 1200 cc, 75 hestafla bensínvél við beinskiptingu og loks 1500 cc, 90 hestafla dísilvél þar sem hægt er að velja um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Renault Clio kostar frá 2.250 þúsundum króna. Clio Sport Tourer er eingöngu boðinn með 1500 cc, 90 hestafla dísilvél þar sem velja má um beinskiptingu eða sjálfskiptingu og kostar hann frá 2.890 þúsundum króna. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Renault Clio hefur fengið hressilega og afar skemmtilega andlitsupplyftingu í samræmi við aðra nýjungar frá Renault. Clio kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir 26 árum og hafa yfir 13 milljónir bíla selst á tímabilinu sem gerir Clio að vinsælasta bíl Renault frá upphafi enda er hann sá mest seldi í sínum flokki í Evrópu og í öðru sæti í heiminum. Á því varð engin breyting þegar fjórða kynslóðin var kynnt árið 2012 en þá var Clio sá fyrsti frá Renault sem kynntur var í algerlega nýju einkennandi útliti sem síðan var í meginatriðum yfirfært á alla fólksbílalínu Renault. Það sem einkennir breytinguna á Clio sem nú hefur verið gerð á ytra útliti eru C-laga LED ljós og endurhannað og víðara grill sem setur sterkan, sportlegan og nýtískulegan svip á bílinn. Þá hefur afturhluti bílsins einnig verið uppfærður með sama sportlega yfirbragðið að markmiði. Staðalbúnaður Clio er vel búinn fyrir bíl í þessum stærðarflokki, en þar má nefna hraðastilli og hraðatakmarkara, aksturstölvu, rafdrifnar rúður að framan og útispegla sem jafnframt eru upphitaðir. Einnig má nefna útihitamæli, fjarstýrðar samlæsingar, hita í framsætum ásamt því sem hægt er að hækka og lækka sæti ökumanns. Hljómtæki eru með tengingu fyrir USB og AUX og fjarstýring er í stýri og fleira. Hægt er að velja um fjölda aukahluta með Clio, svo sem Media Nav með 7“ snertiskjá, leiðsögukerfi með Íslandskorti, loftkælingu, tölvustýrða miðstöð með loftkælingu, regnskynjara og fleira. Clio er boðinn í tveimur útfærslum, Clio og Clio Sport Tourer, sem er langbaksútfærsla hans. Hægt er að velja um þrjár vélar: 900 rúmsentimetra (cc), 90 hestafla bensínvél við beinskiptinu, 1200 cc, 75 hestafla bensínvél við beinskiptingu og loks 1500 cc, 90 hestafla dísilvél þar sem hægt er að velja um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Renault Clio kostar frá 2.250 þúsundum króna. Clio Sport Tourer er eingöngu boðinn með 1500 cc, 90 hestafla dísilvél þar sem velja má um beinskiptingu eða sjálfskiptingu og kostar hann frá 2.890 þúsundum króna.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira