Lyfjaprófunin á ÓL í Ríó eitt risastórt klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 10:00 Vísir/Getty Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira