Forsendur ferðaþjónustu og stefna VG Jakob S. Jónsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar