Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 11:36 Það verður frekar leiðinlegt veður á kjördag en það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að kjósendur komist á kjörstað. Vísir/GVA Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent