Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 11:36 Það verður frekar leiðinlegt veður á kjördag en það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að kjósendur komist á kjörstað. Vísir/GVA Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35