Háir vextir og verðbólga - myntráð er lausnin Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 27. október 2016 10:52 Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun