Tesla hagnaðist loksins Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 09:38 Tesla Model S heldur áfram að seljast vel. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent