Aftur voru Ólympíuverðlaun tekin af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2016 10:00 Soslan Tigiev sést hér á pallinum en hann er lengst til hægri. Vísir/Getty Glímumaður frá Úsbekistan hefur nú misst verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 en þetta var ekki í fyrsta sinn sem kappinn missir Ólympíuverðlaun mörgum árum eftir að hann vann þau. Soslan Tigiev er einn af þeim íþróttamönnum sem féllu á lyfjaprófi þegar sýni þeirra frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur. Hann lenti líka í því sama þegar sýni hans frá Ólympíuleikunum í London voru endurprófuð. BBC segir frá. Soslan Tigiev hafði áður misst brons frá Ólympíuleikunum í London 2012 en missti nú líka silfrið sem hann vann á leikunum í Peking 2008. Tigiev missti bronsið sitt 7. nóvember 2012. Alls voru Ólympíuverðlaun tekin af sex íþróttamönnum eftir að upp komst um ólöglega lyfjanotkun þeirra átta árum eftir að þau fengu þau um hálsinn á leikunum 2008. Alþjóðaólympíunefndin hefur látið fara á ný yfir tólfhundruð sýni frá Ólympíuleikunum í Peking og London. Þetta er gert þar sem nútímatækni og meiri þekking hefur séð til þess að nú uppgötvast fleiri ólögleg lyf í sýnum íþróttafólksins. Alls voru níu íþróttamenn dæmdir úr leik fyrir ólöglega lyfjanotkun frá ÓL 2008 en sex þeirra unnu verðlaun. Íþróttamennirnir eru: Soslan Tigiev, Úsbekistan, vann silfur í glímu Ekaterina Volkova, Rússlandi, vann brons í 3000 m hindrunarhlaupi Olha Korobka, Úkraínu, vann silfur í kraftlyftingum Taimuraz Tigiyev, Kasakstan, vann silfur í glímu Nastassia Novikava, Hvíta-Rússlandi, vann brons í kraftlyftingum Andrei Rybakou, Hvíta-Rússlandi, vann silfur í kraftlyftingum Sardar Hasanov, Aserbaísjan, kraftlyftingar Josephine Nnkiruka Onyia, Spáni, 100 m grindarhlaup Wilfredo Martinez, Kúbu, langstökk Ólympíuleikar 2016 í Ríó Úsbekistan Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Glímumaður frá Úsbekistan hefur nú misst verðlaun sín frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 en þetta var ekki í fyrsta sinn sem kappinn missir Ólympíuverðlaun mörgum árum eftir að hann vann þau. Soslan Tigiev er einn af þeim íþróttamönnum sem féllu á lyfjaprófi þegar sýni þeirra frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur. Hann lenti líka í því sama þegar sýni hans frá Ólympíuleikunum í London voru endurprófuð. BBC segir frá. Soslan Tigiev hafði áður misst brons frá Ólympíuleikunum í London 2012 en missti nú líka silfrið sem hann vann á leikunum í Peking 2008. Tigiev missti bronsið sitt 7. nóvember 2012. Alls voru Ólympíuverðlaun tekin af sex íþróttamönnum eftir að upp komst um ólöglega lyfjanotkun þeirra átta árum eftir að þau fengu þau um hálsinn á leikunum 2008. Alþjóðaólympíunefndin hefur látið fara á ný yfir tólfhundruð sýni frá Ólympíuleikunum í Peking og London. Þetta er gert þar sem nútímatækni og meiri þekking hefur séð til þess að nú uppgötvast fleiri ólögleg lyf í sýnum íþróttafólksins. Alls voru níu íþróttamenn dæmdir úr leik fyrir ólöglega lyfjanotkun frá ÓL 2008 en sex þeirra unnu verðlaun. Íþróttamennirnir eru: Soslan Tigiev, Úsbekistan, vann silfur í glímu Ekaterina Volkova, Rússlandi, vann brons í 3000 m hindrunarhlaupi Olha Korobka, Úkraínu, vann silfur í kraftlyftingum Taimuraz Tigiyev, Kasakstan, vann silfur í glímu Nastassia Novikava, Hvíta-Rússlandi, vann brons í kraftlyftingum Andrei Rybakou, Hvíta-Rússlandi, vann silfur í kraftlyftingum Sardar Hasanov, Aserbaísjan, kraftlyftingar Josephine Nnkiruka Onyia, Spáni, 100 m grindarhlaup Wilfredo Martinez, Kúbu, langstökk
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Úsbekistan Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira