Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira