Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2016 19:30 Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð eru í raunverulegri hættu á að detta út af þingi að mati stjórnmálafræðings. Óvissan fyrir komandi kosingar sé óvenju mikil svo skömmu fyrir kjördag og erfitt að spá fyrir um úrslitin og hvaða stjórnarmynstur sé í spilunum. Mikil hreyfing hefur verið á fylgi stjórnmálaflokkanna á undanförnum vikum. En nú þegar þrír dagar eru til kosninga eru mun fleiri ákveðnir í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðins og Vísis en áður um hvað þeir ætla að kjósa, eða 76,6 prósent þeirra sem taka afstöðu. Hvað sem öðru líður er óhætt að fullyrða að miklar breytingar verða á samsetningu þingflokka eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn er að tapa miklu fylgi frá kosningunum 2013 en bætir aðeins við sig fylgi samkvæmt okkar nýjustu könnun sem gerð var í gær og fyrradag, er nú með 11,2 prósent. Það sama á við Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 25,1 prósent sem er ekki langt frá fylginu í síðustu kosningum. Samfylkingin hefur hins vegar tapað fylgi í síðustu þremur könnunum okkar og mælist nú aðeins einu prósentustigi yfir fimm prósentalágmarkinu sem þarf til að koma fólki á þing. Vinstri græn mælast nú með 16,4 prósent en var með 19,2 prósent í könnun okkar í síðustu viku og Björt framtíð hefur einnig misst fylgi frá því í síðustu viku, mælist nú með 5,1 prósent og er því rétt við það að detta af þingi.Kannanir nákvæmari eftir því sem nær dregur kosningum Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að kannanir verði nákvæmari eftir því sem nær dragi kosningum enda hafi þá fleiri gert upp hug sinn. Ef fylgið verði í líkingu við það sem fram komi í könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, séu bæði Samfylkingin og Björt framtíð í hættu á að falla af þingi. Hins vegar hafi óvissafyrir kosningar sjaldan verði meiri en nú og erfitt að spá fyrir um hvað kjósendur ákveða á endanum. Píratar eru enn á mikilli siglingu þótt þeir hafi dalað frá því í könnun okkar í þarsíðustu viku, mælast nú með 20,3 prósent. Viðreisn sækir í sig veðrið og er komin upp fyrir tíu prósentin, mælist nú með 10,8 prósent en var með 6,6 prósent í könnun okkar þar á undan. Ef þetta yrðu úrslit kosninga myndi staðan breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu úr 38 þingmönnum í 24, tólf færu frá Framsóknarflokknum og tveir frá Sjálfstæðisflokkum, sem hefði þá sautján þingmenn. Aðrir flokkar hafa 25 þingmenn á Alþingi í dag, en hefðu 39 að loknum kosningum. Mestu munar þar um fjölgun þingmann Pírata úr þremur í 14 og Vinstri grænna úr sjö í ellefu. Viðreisn fengi samkvæmt þessari könnun sjö þingmenn eins og Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin fengi fjóra, missti fimm og Björt framtíð myndi tapa þremur þingmönnum og fá þrjá kjörna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50