Erlent

30 teknir af lífi af ISIS í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Afganskir hermenn á æfingu.
Afganskir hermenn á æfingu. Vísir/AFP
30 borgarar sem höfðu verið handsamaðir af Íslamska ríkinu í Afganistan hafa verið teknir af lífi. Þau voru myrt í hefndarskyni eftir að herinn reyndi að bjarga þeim en felldi yfirmann ISIS á svæðinu. Börn voru meðal fólksins sem var tekið af lífi.

Fólkinu var rænt þegar það var á ferð um fjöllin í Ghor-héraði til að safna eldivið. Samkvæmt BBC hefur ISIS á Afganistan vaxið ásmegin að undanförnu og hafa samtökin staðið í hárinu á Talibönum. Samtökin lýstu yfir stríði sín á milli í fyrra.

Sjá einnig: Talibanar hneykslaðir á framferði ISIS

Vitað er til þess að nokkrir háttsettir Talibanar hafi lýst yfir hollustu við ISIS, en samtökin hafa hingað til að mestu verið með viðveru í Nangarhar-héraði í austurhluta Afganistan. Greinendur sem BBC ræddi við segja vígamenn ISIS í Ghor-héraði vera fyrrum vígamenn Talibana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×