Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/Skjáskot Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent