Opinn fundur um bíllausan lífstíl: „Verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2016 17:00 Björn Teitsson er formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Vísir/Pjetur Samtök um bíllausan lífstíl boða til kosningafundar með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan átta í Gym & Tonic sal Kex Hostel við Skúlagötu. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segir að fjölbreyttari samgöngumátar opni margar dyr og skipti meira máli en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Fyrir fjölskyldur og einstaklinga skiptir máli að spara sér tíma og pening, sem liggur í augum úti. Fólk sem kannast við að vera fast í umferð er yfirleitt sammála um að verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl,” segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að kostirnir við bíllausan lífstíl séu óteljandi fyrir ríki og sveitarfélög. „Með hverjum þeim sem hættir að reiða sig á einkabílinn minnkar hættan á umferðarslysum. Álagið á vegakerfið minnkar og umferðartafir verða færri. Fólk hefur um leið úr meira ráðstöfunarfé að spila sem getur farið í hagkerfið á annan hátt. Hjólandi og gangandi njóta aukinna lífsgæða og heilsu. Þannig mætti áfram telja. Eins og staðan er í dag er nýtni einkabílsins vægast sagt ömurleg, í hverjum einkabíl eru að jafnaði 1,1 til 1,3 – sem sagt bílstjóri er yfirleitt einn í bíl.“Bíllaus lífstíll ofarlega á baugi Björn segir að þessi málefni séu ofarlega á baugi burtséð hvort fólk átti sig á því eða ekki. Hann segir jafnframt að mikilvægasta umhverfis- og utanríkismál Íslands sé að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins, og með fjölbreyttari samgöngum sé hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem einkabílar valda. „Með því að byggja þétt og bjóða upp á húsnæði nálægt atvinnu eða skóla er hægt að draga úr umferð og takmarka þörf á einkabílnum. Ferðafólki hefur fjölgað gífurlega á undanförnum hálfa áratug en fjárfestingar í samgöngum hafa staðið í stað. Án þess að gera lítið úr þeirri þörf, þá er hægt að spara gífurlegar fjárhæðir á hverju ári með fjárfestingu í fjölbreyttari samgöngumátum. Hvatakerfi fyrir hjólandi og endurbætur á strætó, sérstaklega á landsbyggðinni, eru þar augljósir kostir. Nú, eða léttlest. Það væri geggjað. Svo eru sjálfkeyrandi bílar skammt undan og ljóst að löggjafarvaldið þarf að veita þeim athygli.“ Ljóst er að samgöngumál eru ofarlega á baugi í hugum kjósenda fyrir kosningar, sértaklega í Reykjavík. Margir telja að bæta þurfi umferðarmannvirki og að almenningssamgöngum sé gert of hátt undir höfði. Aðrir telja að öfugt sé, og að almenningssamgöngur skipti máli fyrir fleiri en fólk gerir sér grein fyrir.Áhugi stjórnmálamanna mismikill Björn segir að stjórnmálaflokkanir hafi yfirleitt stefnu í þeim málaflokkum sem snerta bíllausan lífstíl, svo sem umhverfismálum, samgöngumálum, húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Hann segir jafnframt að áhugi stjórnmálamanna á málaflokknum sé mismikill. „Á skalanum Bob Dylan vs. Nóbelsverðlaunin til Sævar Helgi Bragason vs. Norðurljósin er áhuginn allt þar á milli ef talað er um manneskjur í stjórnmálum. En fleiri en færri sýna þessu áhuga og það fólk sem sýnir málefninu áhuga á annað borð er fljótt að sannfærast. Þetta er líka svo sjálfsagt mál og auðvelt að heillast. Margt stjórnmálafólk tekur þátt í umræðum um bíllausan lífsstíl á opinberum vettvangi og einnig vettvangi hópsins.“ Opinn kosningafundur Samtaka um bíllausan lífstíl verður eins og áður segir í kvöld klukkan átta á Kex Hostel. Á Facebook síðu viðburðarins er þeirri spurningu velt upp hvað flokkarnir ætli að gera til að stuðla að bíllausum lífstíl. Björn segist ekki búast við því að flugvallardeilan verði leyst á fundinum en hann vilji heyra afstöðu flokkanna til þeirra málefna sem snerta bíllausan lífstíl. „Ekki síst hvort til sé heildarhugsun eða stefna sem snýr að því að fjölga samgöngumátum til að stefna að auknum lífsgæðum. Þar inni spilar margt, fjárfesting í innviðum, þétting byggðar og markmið í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda, svo fátt eitt sé nefnt. Svo hlakka ég til að heyra hvernig fulltrúar flokkana komu sér á staðinn. Svarið við því sést hvort það verði bjór í hönd. Það er feitur kostur bíllausa lífsstílsins. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skilja bíl eftir og ná í hann daginn eftir.“ Fulltrúar sem hafa staðfest mætingu á fundinn eru Óttarr Proppé fyrir hönd Bjartrar Framtíðar, Eva Baldursdóttir fyrir Samfylkingu, Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk og Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata. Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðfest hver situr fyrir svörum fyrir þeirra hönd. Kosningar 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samtök um bíllausan lífstíl boða til kosningafundar með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður haldinn í kvöld klukkan átta í Gym & Tonic sal Kex Hostel við Skúlagötu. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segir að fjölbreyttari samgöngumátar opni margar dyr og skipti meira máli en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Fyrir fjölskyldur og einstaklinga skiptir máli að spara sér tíma og pening, sem liggur í augum úti. Fólk sem kannast við að vera fast í umferð er yfirleitt sammála um að verstu stundir vikunnar eiga sér stað inni í bíl,” segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að kostirnir við bíllausan lífstíl séu óteljandi fyrir ríki og sveitarfélög. „Með hverjum þeim sem hættir að reiða sig á einkabílinn minnkar hættan á umferðarslysum. Álagið á vegakerfið minnkar og umferðartafir verða færri. Fólk hefur um leið úr meira ráðstöfunarfé að spila sem getur farið í hagkerfið á annan hátt. Hjólandi og gangandi njóta aukinna lífsgæða og heilsu. Þannig mætti áfram telja. Eins og staðan er í dag er nýtni einkabílsins vægast sagt ömurleg, í hverjum einkabíl eru að jafnaði 1,1 til 1,3 – sem sagt bílstjóri er yfirleitt einn í bíl.“Bíllaus lífstíll ofarlega á baugi Björn segir að þessi málefni séu ofarlega á baugi burtséð hvort fólk átti sig á því eða ekki. Hann segir jafnframt að mikilvægasta umhverfis- og utanríkismál Íslands sé að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins, og með fjölbreyttari samgöngum sé hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem einkabílar valda. „Með því að byggja þétt og bjóða upp á húsnæði nálægt atvinnu eða skóla er hægt að draga úr umferð og takmarka þörf á einkabílnum. Ferðafólki hefur fjölgað gífurlega á undanförnum hálfa áratug en fjárfestingar í samgöngum hafa staðið í stað. Án þess að gera lítið úr þeirri þörf, þá er hægt að spara gífurlegar fjárhæðir á hverju ári með fjárfestingu í fjölbreyttari samgöngumátum. Hvatakerfi fyrir hjólandi og endurbætur á strætó, sérstaklega á landsbyggðinni, eru þar augljósir kostir. Nú, eða léttlest. Það væri geggjað. Svo eru sjálfkeyrandi bílar skammt undan og ljóst að löggjafarvaldið þarf að veita þeim athygli.“ Ljóst er að samgöngumál eru ofarlega á baugi í hugum kjósenda fyrir kosningar, sértaklega í Reykjavík. Margir telja að bæta þurfi umferðarmannvirki og að almenningssamgöngum sé gert of hátt undir höfði. Aðrir telja að öfugt sé, og að almenningssamgöngur skipti máli fyrir fleiri en fólk gerir sér grein fyrir.Áhugi stjórnmálamanna mismikill Björn segir að stjórnmálaflokkanir hafi yfirleitt stefnu í þeim málaflokkum sem snerta bíllausan lífstíl, svo sem umhverfismálum, samgöngumálum, húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Hann segir jafnframt að áhugi stjórnmálamanna á málaflokknum sé mismikill. „Á skalanum Bob Dylan vs. Nóbelsverðlaunin til Sævar Helgi Bragason vs. Norðurljósin er áhuginn allt þar á milli ef talað er um manneskjur í stjórnmálum. En fleiri en færri sýna þessu áhuga og það fólk sem sýnir málefninu áhuga á annað borð er fljótt að sannfærast. Þetta er líka svo sjálfsagt mál og auðvelt að heillast. Margt stjórnmálafólk tekur þátt í umræðum um bíllausan lífsstíl á opinberum vettvangi og einnig vettvangi hópsins.“ Opinn kosningafundur Samtaka um bíllausan lífstíl verður eins og áður segir í kvöld klukkan átta á Kex Hostel. Á Facebook síðu viðburðarins er þeirri spurningu velt upp hvað flokkarnir ætli að gera til að stuðla að bíllausum lífstíl. Björn segist ekki búast við því að flugvallardeilan verði leyst á fundinum en hann vilji heyra afstöðu flokkanna til þeirra málefna sem snerta bíllausan lífstíl. „Ekki síst hvort til sé heildarhugsun eða stefna sem snýr að því að fjölga samgöngumátum til að stefna að auknum lífsgæðum. Þar inni spilar margt, fjárfesting í innviðum, þétting byggðar og markmið í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda, svo fátt eitt sé nefnt. Svo hlakka ég til að heyra hvernig fulltrúar flokkana komu sér á staðinn. Svarið við því sést hvort það verði bjór í hönd. Það er feitur kostur bíllausa lífsstílsins. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að skilja bíl eftir og ná í hann daginn eftir.“ Fulltrúar sem hafa staðfest mætingu á fundinn eru Óttarr Proppé fyrir hönd Bjartrar Framtíðar, Eva Baldursdóttir fyrir Samfylkingu, Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk og Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata. Framsóknarflokkurinn hefur ekki staðfest hver situr fyrir svörum fyrir þeirra hönd.
Kosningar 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira