Haraldur er 27 ára gamall fyrrverandi U21 árs landsliðsmarkvörður en hann spilaði leik fyrir A-landsliðið í janúar á þessu ári.
Haraldur var nú síðast á mála hjá Lilleström í Noregi en hann var þar áður hjá Östersund í Svíþjóð og Sarpsborg í Noregi. Hann á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands og þá var hann aðalmarkvörður á EM U21 árs í Danmörku 2011.
Markvörðurinn er uppalinn Valsmaður og fór þaðan í atvinnumennsku en honum verður nú ætlað að fylla í skarð Duwayne Kerr sem yfirgaf Stjörnuna áður en tímabilinu lauk.